Acerca de

DÁSEMDARDAGAR Á SNÆFELLSNESI

11 - 15 SEPTEMBER 2020

 

Metum gæði lífsins sem við lifum frekar en árafjöldann sem við lifum.

Lifum heil og þakklát !

 

 

Dásemdardagar snúast um gæði lífsins, hreint matarræði (hreinsunarfæði), jóga, hugleiðslu, gönguferðir ásamt því að njóta og hafa gaman af. Umkringd fallegri náttúru Snæfellsness í faðmi orkunnar frá hinum magnaða Snæfellsjökli hlöðum við batteríin, styrkjum ónæmiskerfið og undirbúum veturinn. Öflugt ónæmiskerfi gerir okkur hæfari til að takast á við ýmsa sjúkdóma, flensu og veirur.

Dásemdardagar, fá til sín góða gesti, fólk með reynslu og þekkingu sem það deilir með okkur.

 

Guðrún Bergmann verður með fyrirlestur um betri heilsu með breyttum lífsstíl. Guðrúnu þekkjum við flest enda hefur hún í fjöldamörg ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða.
https://gudrunbergmann.is/

Vala Mörk og Guðjón Svansson segja frá ferðalagi sínu um bláu svæði heimsins (Blue Zones) - þar sem fólk lifir betra lífi og lengur en annars staðar. Þau fara yfir það helsta sem þau komust að í ferðinni og hvernig við öll getum nýtt okkur þann lærdóm. Bók þeirra, Lifðu!, kom út nú í júlí, en hún fjallar um uppgötvanir þeirra á þessu ferðalagi.
https://njottuferdalagsins.is/

Hjördís Rósa Halldórsdóttir, kundalini jógakennari, sjúkraliði og leiðbeinandi í stafgöngu og "passion test" leiðbeinandi mun bjóða upp á jóga og gong slökun. Rósa er mikil útivistarkona og ásamt Hörpu mun leiða hópinn í göngur og aðstoðar við verkefnavinnu vikunnar.

 

Harpa Einarsdóttir, heilsumarkþjálfi, jóga nidra leiðbeinandi og "passion test" leiðbeinandi mun sjá um að leiða hópinn í gegnum jóga nidra hugleiðslu tvisvar á dag  ásamt því að fræða þátttakendur um áhrif hugleiðslu á heilsu okkar.

Harpa er eigandi Surprize ferða sem hefur veg og vanda að skipulagningu Dásemdardaga. Hún hefur unnið að skipulagningu ýmissa viðburða og ferða um heim allan í fjölda ára.

Harpa hefur líka lagt stund á ýmis andleg málefni og lokið I AM Yoga Nidra leiðbeinanda námskeiði og framhaldsnámskeiði. Hún er leiðbeinandi í Ástríðuprófi (Passion Test) og Heilsumarkþjálfi frá Insitute of Integrative Nutrition.

Dæmi um dag á Dásemdardögum á Snæfellsnesi:
08:00 jóga
08:30 jóga nidra
09:15 morgunverður
10:00 fyrirlestur / verkefnavinna
12:00 hádegisverður
13:00 ferð að Arnarstapa og gengið að

Hellnum, hugleitt undir jökli
18:00 jóga nidra
19:30 kvöldverður
20:30 dans og gleði
22:00 gong slökun

VERÐ á vikunni er 56.500 krónur án gistingar.

Gisting er á hinum fallega gististað Miðhraun - Lava Water www.lavawater.is

Verð á gistingu er frá kr. 4.000 á mann í tveggja manna herbergi á nótt.

Samtals kr 16.000 fyrir 4 nætur (fös - þri).  Hægt er að nota ferðaávísun fyrir gistingunni. 

Hjá ýmsum stéttarfélögum er hægt að fá styrkúr orlofssjóði fyrir gistihlutanum.  Það eru

líka mismunandi möguleikar í boði varðandi gistingu. 

 

ATH - Þeir sem vilja vinna áfram með hugarfarið og heilsuna geta framlengt Dásemdardögum. Boðið verður upp á jóga nidra, gönguferðir og hreinsunarfæði í framhaldinu, í allt að viku sé næg þátttaka fyrir hendi.

Í boði er að borga með Netgíró.

 

Með netggíró getur þú skipt greiðslu í 3 hluta án nokkurs aukakostnaðar (vaxtalaust).

IMG_5506.jpg
IMG_5444.JPG
IMG_5432.jpg
gudrun b.jpg
Screenshot 2020-08-07 at 14.24.00.png