Tengiliður

Harpa Einarsdóttir

harpa@surprizetravel.is

Sími: 534 3890

Gsm: 822 3890

Lífstílsferðir til Amorgos

Næring fyrir líkama og sál

Þann 26 júní - 3 júlí verðum við með frábæra ferð fyrir alla þá sem hafa áhuga á að vinna með markmiðin sín, huga að hollu og góðu mataræði og hreyfa sig í skemmtilegu umhverfi og frábæru veðri.

 

Gisting á lúxus 5* Spa hóteli, frábær dekur aðstaða, holl og góð hreyfing, frábær matur, góður félagsskapur og hreyfing undir stjórn reyndra þjálfara.

 

Allar ferðir eru undir stjórn Siggu Dóru Matthíasdóttur. 

Sigga Dóra er FÍA einkaþjálfari, Rope Yoga/Action þjálfari, Lífstílssráðgjafi og NLP ráðgjafi.  Við þetta hefur hún verið að vinna í fjöldamörg ár.  Meðal annars með sína eigin heilsumiðstöð undanfarin ár.   Hún hefur líka verið að fara með hópa til Florida í lífsstílsferðir og hefur hún verið með fastan kúnnahóp í þessu.  Fólk sem kemur aftur og aftur. 

 

Sigga Dóra er orðin vel þekkt innan heilsugeirans og vel metin, enda með fjöldann allan af ángæðum viðskiptavinum á bak við sig.

 

Með Siggu Dóru í ferðunum eru svo fjölmargir gesta þjálfarar, m.a. má nefna Siggu Kling sem verður með í 2 ferðum, Kári Eyþórsson NLP ráðgjafi og ýmsir aðrir einkaþjálfarar/hópþjálfarar.    Þetta er breytilegt á milli ferða.

Dagskráin

 

Dagurinn hefst með næringarríkum morgunverði kl.9.00 -10.00

 

Dagskrá með þjálfurum fra kl.10.00-12.00 

  • Holl hreyfing útivera strandarganga 

  • Styrktarþjálfun / Hópþjálfun

  • Zorba/Salsa/Zumba dans 

  • Sjálfstyrkingar fyrirlestrar

  • Rope Action,teygjur,Slökun 

  • Sundlaugarfjör 

Kvöldvökur 

 

Hádegimatur 12.00 / Kvöldmatur 19.00 

(Suma daga er hádegismatur innifalinn - en oftast er

það kvöldmatur)

 

Frí tími dekur, meðferðir á hótelinu eða skemmtilegar

ferðir á vegum hótelsins.

Draumaeyjan Amorgos

 

Amorgos er eins og draumaeyja, algjörlega óspillt.  Við förum til baka í gamla notalega tíma þar sem við einföldum okkar líf sem er oft á tíðum mjög flókið og veldur orðið kvíða og þunglyndi.

 

Við ætlum að hækka tíðnina í gleðinni, hlaða batteríin, borða hollan og góðan mat og  njóta þess að vera í núinu.  Hugmyndin er að komast í burtu frá hinu daglega amstri og setja allan fókus á sjálfan sig til að byggja sig upp andlega og líkamlega. 

 

Afþreying

 

Hótelið býður upp á ferðir eins og  köfun / Snorkling,  klausturferð og borgarferð

Grískir dansar og fleira skemmtilegt

 

Sú frábæra aðstaða sem er í boði á þessu hóteli á Amorgos er fullkomlega til þess fallin að tengja saman andlega og

líkamlega þætti sem tryggja bestan

framtíðar árangur

 

Ekki skaðar frábært veður, blár himinn,

heitur sjór, pálmatré og

mikil jákvæð orka.

 

Hótelið:

 

Hótel SPA Aegiali er 5 stjörnu lúxus hótel.  Þetta er fjölskyldurekið fyrirtæki og eigendur leggja metnað sinn í persónulega og

góða þjónustu.  Sundlaugar, SPA, yoga og meðferðir í boði.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikil áhersla er lögð á hreint fyrsta flokks hráefni í allan mat. 

Ferðatilhögun: (flug er ekki innifalið)

 

Flug Kef /London Gatwick

Gatwick/Aþena

Gisting í eina nótt í Aþenu

Morgunmatur kl.9.00-10.00 

Gengið upp að Acropolis og rölt um þröngar göngugötur.  Skoðum hinar skemmtilegu litlu búðir og bari /veitingastaði.

 

Sigling frá Piraneus Höfn Aþenu kl. 17.30

Komið til Amorgos Aegiali Höfn kl. 01.00 

 

Heimferð: 

Hægt er að lengja ferð eftir vild og gista lengur i Aþenu eða fara beint heim Aþena / London 

London/ Keflavík 

 

Við aðstoðum við flugbókanir ef óskað er gegn 5.000,- bókunargjaldi.

Dagsetningar á ferðum

 

1 - 9 maí   -  UPPSELT

8 - 16 maí   -   ÖRFÁ SÆTI LAUS

18 - 26 maí

29 maí - 6 júní  -  ÖRFÁ SÆTI LAUS

8 - 16 júní  -  UPPSELT

18 - 26 júní  -  ÖRFÁ SÆTI LAUS

26 júní - 3 júlí

Innifalið i pakkaferð 

 

Gisting ,hálft fæði, námskeið, aðgangur að SPA hótelsins, 1.nuddtími, næringarhristingar/heilsudrykkir og rútur til og frá höfninni Amorgos.

Gisting 7.nætur á 5 * Hotel Spa Aegiali 

 

Ekki innifalið 

Flug.

Rútuferðir frá flugvelli í Aþenu og að höfninni.  Fyrir þetta þarf að borga aukalega á staðnum.

Flug og ferjur 

Hótelgisting í Aþenu 

Verð aðeins 149.000 og ferðirnar fra 16.juni kosta 169.000 

 
Viltu fá nánari upplýsingar um ferðina eða skrá þig?
Hafðu samband

Tengiliður

 

Harpa Einarsdóttir

harpa@surprizetravel.is

Sími: 534 3890

Gsm: 822 3890

 

Sigga Dóra Matthíasdóttir

siggadoraslmsmart@gmail.com

Sími:  692 3062

komið áfram