DÁSEMDARFERÐIR

Við hjá Surprize ferðum skipuleggjum alls kyns dásemdarferðir með áherslu á samveru, útiveru, upplifun, næringu, slökun og hreyfingu.

 

Við getum sniðið ferð að ykkar óskum en við skipuleggjum líka ferðir sem þú getur skráð þig í.  Slíkar ferðir innihalda meðal annars:

Göngur, hjól eða skíði fyrir líkamann 

Jóga og/eða hugleiðslu til að næra andann

Hollt og gott mataræði fyrir vellíðan og árangur

Hver sem heilsutengd markmið ykkar eru þá erum við sérfræðingar í að flétta þeim inn í heillandi ferð og/eða viðburð.  

Hafðu samband og leyfðu okkur að koma ykkur á óvart með spennandi tilboðum og skemmtilegum dásemdarferðum, hvar sem er í heiminum - allt sniðið að ykkar þörfum.  Tilboð án skuldbindinga.

Má bjóða þér að heyra fyrst af nýjum og spennandi dásemdarferðum Surprize ferða?   Smelltu HÉR til að skrá þig á póstlista

SKRÁNING

Á Dásemdardögum er áherslan á að lifa lífinu í meðvitund.

Hvernig viljum við sjá okkur til framtíðar og hvað þurfum við að gera til að lifa lífinu til fullnustu.

VERÐ  kr 67.500,-

 

Við munum snerta á og vinna með ýmsa þætti er þetta varðar og tengja það hugleiðslum, orkuflæði og heilun. Við leggjum áherslu á hreint matarræð sem jafnframt er afar ljúffengt. Jóga, hugleiðslur, gönguferðir ásamt því að njóta og hafa gaman verða fastir liðir í dagskránni. Í faðmi fallegrar náttúru Sælingsdals jarðtengjum við okkur, róum hugann, heilsum upp á sálina, styrkjum okkur andlega sem líkamlega og opnum hjarta og faðm fyrir komandi sumri og lífinu … í meðvitund.

 

Harpa Einarsdóttir og Hjördís Rósa Halldórsdóttir munu halda utan um þessa dásamlegu daga.

 

Harpa Einarsdóttir mun sjá um að leiða hópinn í gegnum jóga nidra hugleiðslu tvisvar á dag ásamt því að fræða þátttakendur um áhrif hugleiðslu á heilsu okkar.

Harpa er viðskiptafræðingur og eigandi Surprize ferða sem hefur veg og vanda að skipulagningu Dásemdardaga. Hún hefur unnið að skipulagningu ýmissa viðburða og ferða um heim allan í fjölda ára.

 

Harpa lauk I AM Yoga Nidra leiðbeinanda námskeiði ásamt framhaldsnámskeiði. Hún er leiðbeinandi í Ástríðuprófi (Passion Test) og Heilsumarkþjálfi frá Insitute of Integrative Nutrition.

 

Hjördís Rósa Halldórsdóttir mun bjóða upp á jóga, hugleiðslur og gong slökun ásamt fræðslu og vinnu tengdri orkuheilun, persónulegum vexti og þróun.

 

Rósa lauk Kundalini jógakennarnámi frá The Kundalini Research Institute árið 2012. Hún lærði einnig Gong spilun og tók Gongjóga kennaranám 2017 hjá Yogi Mehtab Benton. Árið 2020 stundaði Rósa Hugleiðslukennaranám og 2021 lauk hún námi í núvitundar-og hugleiðsluþjálfun hjá Master Dev Om, India. Rósa er einnig leiðbeinandi í Ástríðuprófi/Finndu eldmóðinn (Passion test). Hún er þessa stundina í námi til að dýpka orkuvinnu og heilun sem hún hefur unnið talsvert með í gegnum vinnu sína sem höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili.

Dásemdardagar
May 06, 2021, 12:00 AM – May 09, 2021, 4:00 PM
Laugar Dalabyggð,
Dalabyggð, Iceland

6. - 9. maí 2021

AÐ LAUGUM Í SÆLINGSDAL

Metur þú gæði lífsins sem þú lifir umfram árafjöldann?

                                             

Það er gott að lifa í meðvitund heil og þakklát !        

     NÆSTU DÁSEMDARDAGAR VERÐA

DÁSEMDARDAGAR VORU HALDNIR 

11. - 14. mars 2021 og 11. - 15. SEPTEMBER 2020

 

                                                Metum gæði lífsins sem við lifum frekar en árafjöldann sem við lifum.

                                                    Lifum heil og þakklát !                                     

Umsagnir þátttakenda

 

Takk fyrir frábærar stundir.  Upplifunin var mjög góð, hópurinn var auðvitað alveg dásamlegur og ég kom alveg endurnærð til baka.  Þessi helgi var bara akkúrat það sem ég þurfti, en ég er búin að vera undir miklu álagi og var búin að vera með spennuhöfuðverk í viku, en er mikið sprækari eftir helgina.  Mánudaginn sveif ég um rósemdin uppmáluð ..... ég er orðin miklu betri í að kyrra hugann.

Júlí Ósk Antonsdóttir

Mikið er ég þakklát fyrir þessa daga í september með ykkur - ég hef tileinkað mér margt af því sem ég lærði þar - Jóga Nidra hugleiðsla - dásamlegur matur - hvíld - gong - nudd - hreyfing- föstur - lesið bækur sem stungið var uppá og róað hugann.

Sigrún Traustadóttir

Elskulegu dásemdarkonur, Mig langar að þakka ykkur fyrir alveg yndislega samveru á Snæfellsnesinu. Það er ekki út af engu sem kraftar jökulsins hafa laðað til sín fólk í andlegri leit frá örófi alda, það snýr enginn samur eftir dvöl með svona yndislegum konum eins og ykkur og snillingum eins og Hörpu með alla sína stjórnunar og skipulagshæfileika, visku og gjafmildi… Rósu með sinn Guðlega kærleik og mátt á höndum, að ógleymdri Gong tónlistinni sem fyrir mig var alveg ný upplitun. Maturinn hennar Bjarkar toppaði svo dvölina, ég hef ekki verið á meira veislufæði í mörg ár, það finnast eingin veitingahús sem toppa þennan Guðdómlega mat. Hjartans þakkir, ég mun geyma þessa minningu í hjartanu

​Margrét Kjartansdóttir

Ég get svo sannarlega mælt með þessu fyrir alla og sérstaklega kannski fyrir fólk sem hefur ekki áður farið í svona eins og ég.  Jóga nidra og gongið alveg meiriháttar upplifun, öll aðstaða til fyrirmyndar og maturinn bara dásamlegur.

​Ásta Kjartansdóttir

Það er eitt enn sem ég tek með mér eftir þessa daga og það er hláturinn sem er mér svo nauðsynlegur. Það er svolítið síðan ég hef fengið svona mörg hlátursköst á stuttum tíma

​Jóna Thors

Átti ógleymanlega langa helgi á Dásemdardögum á Snæfellsnesi. Yndislegir dagar við jogaiðkun kvölds og morgna - Jóga Nidra - Gong - hreint fæði - hugleiðsla - fyrirlestrar, dans, sjósund og göngur. Elsku Harpa Einarsdottir hjá Surprize travel - þessi frumraun þín í að skipuleggja svona heilsu daga hér innanlands tókst einstaklega vel. Svo ertu frábær í Jóga Nidra hugleiðslu og með einstakar konur í þínu teymi. Vona að þú haldir áfram á þessari braut, bjóðir uppá fleiri námskeið þannig að fleiri geti notið. Er full af orku, kærleika og þakklæti eftir dvölina með frábærum konum.

Sigrún Traustadóttir​

 
DSC_0454.jpg
IMG_1545.jpg
IMG_8786.jpg
IMG_9023.jpg
IMG_5427.jpg

Success! Message received.

Sendu okkur línu / skráðu þig a póstlista