Árshátíðir / Hvataferðir / Starfsdagar

 

Hvort sem ætlunin er að vera með viðburð á Íslandi eða erlendis, þá erum við með tengslanet sem nær til allra heimsálfa og höfum skipulagt árshátíðir, hvataferðir og starfsdaga víða um heim.  

 

Leyfðu okkur að koma ykkur á óvart með skemmtilegu prógrammi sem sniðið er að ykkar óskum.  Við vinnum með sérfræðingum á ýmsum sviðum og setjum upp dagskrá sem er í senn fræðandi, skemmtileg og full af ævintýrum. 

Suprize ferðir hefur skipulagt ráðstefnur, árshátíðir, hvataferðir og starfsdaga á Íslandi, í Marókkó, S-Afríku, Ástralíu, N- og S-Ameríku og í fjölmörgum löndum Evrópu.

Hvati eða “incentive” eins og það heitir á ensku þýðir  “eitthvað sem hvetur fólk til að gera ákveðna hluti”.  Síðustu ár hafa fyrirtæki í æ ríkari mæli sett sér markmið og sett upp hvatakerfi í tengslum við þau fyrir starfsfólk.  Náist markmiðin fá starfsmenn umbun, sem oft er í formi skemmtiferða.  Við hjá Surprize ferðum höfum tekið þátt í að búa til hvata og skipulagt fjöldann allan af spennandi hvataferðum bæði innanland og utan fyrir fyrirtæki og stofnanir.

 

Hafðu samband og leyfðu okkur að koma ykkur á óvart með spennandi tilboðum og skemmtilegum ferðum, hvar sem í er heiminum - allt sniðið að ykkar þörfum.  Öll tilboð án skuldbindingar.

6G5A1367.jpg