
Toskana - Ítalía
Frábærar aðventuferðir í Toskana héraðið á Ítalíu í nóvember / desember 2016
-
Upplifum jólastemminguna Toskana og hinni fallegu borg Flórens.
-
Vínsmökkun á vínbúgarði þar sem öll vínin eru lífrænt ræktuð.
Gisting í frábærri lúxusvillu í hjarta Toskana héraðsins.
Dagskrá ferðanna er þannig:
Þriðjudagur Flug til Pisa, akstur að hóteli, gönguferð í þorpið og kvöldverður á skemmtilegu veitingahúsi
Miðvikudagur Fyrir þá sem vilja tökum við daginn snemma með skemmtilegri stemmingu við sundlaugina. Fáum okkur morgunmat og leggjum í hann til Forte Dei Marmi. Þetta er afar fallegur strandbær en þar er líka á miðvikudögum markaður þar sem seldar eru merkjavörur. Við eyðum deginum í þessum skemmtilega bæ og borðum hér áður en við förum til baka á hótelið.
Fimmtudagur Á þessum degi bjóðum við upp á hressandi morgungöngu um nágrennið og eigum skemmtilega stund við sundlaugina fyrir morgunmat. Um hádegið förum við til nágrannabæjarins Lucca og eyðum eftirmiðdeginum þar. Kvöldmatur í Lucca.
Föstudagur Nú tökum við daginn snemma þar sem ætlunin er að fara á jólamarkað í Florence. Þetta er einn af skemmtilegri jólamörkuðum í Toskana héraðinu. Eyðum deginum í þessari gullfallegu borg.
Laugardagur Hressandi morgunganga og skemmtileg stemming við sundlaugina fyrir morgunmat. Um hádegið förum við svo í vínsmökkun á vínbúgarð í nágrenninu og smökkum ljúffeng lífrænt ræktuð vín - þar er líka boðið upp á léttan hádegisverð.
Um eftirmiðdaginn er val um að fara til Ciocco þar sem er glæsilegt SPA með frábærum meðferðum.
Um kvöldið verður elduð dýrindis 3ja rétta ítölsk máltið á hótelinu. Við fáum líka til okkur trúbador sem kemur og spilar.
Sunnudagur Heimferð




Gisting
Gist er í frábærri lúxusvillu frá 19 öld. Allt nýlega uppgert, en þó með það í huga að halda hinu rómantíska umhverfi síns tíma með antik húsgögnum og málverkum í loftum. Dásamlegt útsýni er frá húsinu í allar áttir yfir héraðið.

Dagsetningar
Um er að ræða tvær aðventuferðir. 30 nóv - 4 des og svo 7 - 11 desember 2016
Verð
137.700,- á mann miðað við tvo í herbergi
Innifalið:
Gisting í tveggja manna herbergi
Morgunverður
Allur akstur samkvæmt dagskrá
Vínsmökkun með léttum hádegisverði
Þriggja rétta kvöldverður á Villa Colletto með lifandi tónlist
ATH Flug, aðrar máltíðir og drykkir er EKKI innifalið í þessu verði. Við aðstoðum við að bóka flug sé þess óskað.
Viltu fá nánari upplýsingar um ferðina eða bóka?
Hafðu samband
Contact info:
Harpa Einarsdóttir
Tel: +354 534 3890