Covid 19

Hefur þú áhyggjur af því hvernig Covid-19 hefur áhrif á þinn viðburð.  Við hjá surprize ferðum ásamt öðrum sérfræðingum sem öll komum að skipulagningu funda og ráðstefna höfum sett upp vinnuplan með öllum helstu upplýsingum.  Hafðu samband og fáðu upplýsingar.

Ráðstefnur og fundir

Allt frá árinu 2002 hefur eigandi Surprize ferða, Harpa Einarsdóttir, verið í samstarfi við alþjóða fyrirtækið HelmsBriscoe sem er hótelmiðlun eða venue finding og hefur aðstoðað fjöldamörg fyrirtæki við að finna staðsetningu fyrir hvers kyns ráðstefnur og fundi af öllum stærðum og gerðum.   Okkar sérsvið er að finna rétta staðinn fyrir rétta verðið og sjá til þess að samningur við þjónustuaðila sé eins og best verður á kosið.  

Þannig sjáum við um umgjörðina á meðan viðskiptavinurinn einbeitir sér að innviðum og innihaldi viðburðarins.

 

 

Hótelmiðlun - öllum að kostnaðarlausu

Hótelmiðlun eða venue finding er hluti af starfsemi okkar og getum við boðið upp á þá þjónustu hvar sem er í heiminum.

 

Þegar kemur að bókun hótela og gistirýma vinnum við í samstarfi við stærsta hótelmiðlunarfyrirtæki í heiminum í dag, HelmsBriscoe. Þessi þjónusta er viðskiptavinum algjörlega að kostnaðarlausu þar sem við þyggjum þóknun af þeim hótelum sem við störfum með.

Með HelmsBriscoe starfa í dag yfir 1.400 manns í 55 löndum og bóka samtals um 6,6 milljónir gistinátta og 50 þúsund viðburði á ári.

 

Í krafti stærðar sinnar getum við boðið upp á:

 

Góð verð

Góða þjónustu frá hótelum sem almennt leggja mikið upp úr góðu samstarfi við HelmsBriscoe

Hlutlausar upplýsingar um hótel og gististaði um allan heim

Sparnað í tíma og peningum

 

Við bjóðum ykkur að prófa þjónustu okkar hvenær sem þið viljið án nokkurrar skuldbindingar.

 

 

Ráðstefnuþjónusta.

Við hjá Surprize ferðum bjóðum upp á alhliða þjónustu við ráðstefnur.  Í því felst meðal annars:

 

  • Bókun og utanumhald varðandi hótel

  • Bókanir á funda- og ráðstefnuaðstöðu

  • Samskipti og samningar við alla birgja

  • Áætlanagerð og utanumhald fjármála ráðstefnunnar

  • Aðstoð við og umsjón með gerð upplýsinga og kynningarefnis

  • Aðstoð við og umsjón með gerð heimasíðu fyrir viðburðinn

  • Skráningarkerfi fyrir þátttakendur

  • Umsjón með dreifingu gagna og annað á ráðstefnu

 

Við leggjum lika áherslu á að auðga andann og styrkja tengslin og bjóðum upp á að skipuleggja skoðunarferðir og fleira í  tengslum við ráðstefnur og fundi. 

Skráningarkerfi

Við vinnum með þekktum aðilum varðandi skráningarkerfi fyrir ráðstefnur.  Kerfi sem við notum bjóða upp á mjög fjölbreytta möguleika allt frá því að setja upp einfalda síðu og bókanir á hótelum í að setja upp "mobileapp" fyrir ráðstefnuna þar sem þátttakendur geta skoðað dagskrá ráðstefnunnar og annað frá símanum sínum eða spjaldtölvu.  

 

Hafðu samband og leyfðu okkur að koma ykkur á óvart með spennandi tilboðum og áhugaverðum staðsetningum ráðstefna og funda, hvar sem er í heiminum - allt sniðið að ykkar þörfum. Tilboð án skuldbindinga.