Ævintýraferð til Suður Afríku.  

16 - 25 október

Dagur 1 

16 október

 

Flug inn til Cape Town.  Sótt á flugvöll og ekið að hóteli. 

Boðið er upp á yoga á ströndinni um eftirmiðdaginn. 

Tilvalið til að teygja úr sér eftir langt flug og upplifa fyrsta sólsetrið í Cape Town.

Dagur 2 

17 október

 

Að loknum morgunverði, yoga og hugleiðslu fyrir þá sem vilja munum við hitta leiðsögumanninn sem verður með okkur alla ferðina. 

Hann getur upplýst okkur um allt sem við viljum vita um Suður-Afríku.  Restina af morgninum munum við svo eyða hjólandi um

Cape Town og lærum um sögu og menningu borgarinnar. 

 

Um eftirmiðdaginn verður farið upp á top á Table Mountain sem er eitt þekktasta kennileiti í Suður-Afríku. 

Útsýnið á toppi fjallsins er stórkostlegt.  Á Table Mountain getur þú fundið í kringum 2.200 tegundir af plöntum. 

Val er um að ganga á fjallið eða taka kláfinn.

Dagur 3 

18 október

 

Morgunverður, yoga og hugleiðsla og svo tekur við ferð um Cape skagann.  Ekið verður að Boulders Beach þar sem við munum sigla á kayak og synda með mörgæsum.  Það er jafnvel möguleiki að við sjáum einhverja hvali á leið okkar.

 

Við kveðjum mörgæsirnar og göngum að Cape of Good Hope – Góðrarvonarhöfða.  Þetta er um 3, 5 km löng ganga sem endar á punkti sem er "suðvestasta" horn Afríku.  Sérlega falleg og skemmtileg ganga.

Dagur 4 

19 október

 

Það er að sjálfsögðu boðið upp á yoga, hugleiðslu og morgunmat áður en við leggjum af stað. 

Þessum degi ætlum við að eyða á hestbaki þar sem við ríðum milli vínekra og smökkum líka á hinum frábæru S-Afrísku vínum. 

Í lok dags förum við að Cascade Manor þar sem verður gist.  Þar er mikil ólivuræktun og munum við þar fá ólívuolíu smökkun.

Dagur 5 

20 október

 

Þennan dag verður lagt snemma af stað eftir góðan morgunverð. Boðið upp á morgunhugleiðslu fyrir þá sem vilja. 

Nú verður lagt af stað um hina vel þekktu "Garden Route" frá Cape Town og meðfram suðurströndinni. 

 

Fyrsta stopp verður í Wilderness National Park.  Hér er val um að ganga upp að afar fallegum fossi eða fara á kanó um ána. 

Svo verður haldið áfram að Knysna Hollow þar sem við gistum næstu 3 nætur og skoðum betur "the Garden Route".

Dagur 6 

21 október

 

Að loknum morgunverði og hugleiðslu verður ekið að Tsitsikamma Forest þar sem við förum í Tarzan leik og sveiflum okkur á milli trjáa.  Sum trén í þessum skógi eru yfir 700 ára gömul.     

 

Ef þú ert nógu hugaður er líka boðið upp á að fara í hæsta teygjustökk í heimi - 216 metrar.

Dagur 7 

22 október

 

Þessi dagur er frjáls.  Ýmislegt skemmtilegt er í boði, til dæmis er hægt að spila golf á frábærum golfvöllum í nágrenninu,

slaka á við hótelið eða fara í skemmtilega ferð í nágrenninu.  Til dæmis er hægt að heimasækja Birds of Eden, Monkey land eða ganga um með fílunum í Knysna Elephant Park.  Svo er líka eitt af hinum frægu Township í Knysna.  

 

Hægt er að fara með leiðsögumanni um hverfið og læra allt um lífið í þessum hverfum.

Dagur 8 

23 október

 

Síðustu tveimur dögunum eyðum við í "private wildlife reserve".  Hér fáum við virkilega tilfinningu fyrir því að vera í Afríku.  Amakhala Private Game Reserve  sem er malaríu frír er með öll "Big 5" dýrin frá S-Afríku, þ.e. ljón, fíla, buffaló, nashyrningur og hlébarði.  Innifalið eru 2 safarí ferðir á dag.  Um er að ræða jeppa safarí, siglingu á ánni og næturferð. 

Dagur 9 

24 október

 

Seinni dagurinn á Amakhala Private Game Reserve.

Dagur 10 

25 október

 

Safari ferð að morgni og svo akstur að Port Elizabeth flugvelli til að ná flugi til Cape Town eða Jóhannesarborgar .

 
 

Innifalið:

 

Gisting í 9 nætur

Allar ferðir og leiðsögumaður

Morgunmatur og hádegisverður alla daga

Kvöldverður á Amakhala Game Reserve

Aðstoð við bókun á flugi

 

Ekki innifalið :

Flug til og frá Íslandi

Flug frá Port Elizabeth

Gjald á golfvelli og leiga á kylfum

 

VERР 329.500

 

Ath að lágmarks þáttaka í ferðina eru 5 farþegar og hámark er 12.

Hægt er að framlengja dvöl í Cape Town og/eða bæta við dvöl í Jóhannesarborg.

 

 

 
Viltu fá nánari upplýsingar um ferðina eða skrá þig?
Hafðu samband

Tengiliðir

 

Harpa Einarsdóttir

harpa@surprizetravel.is

Sími: 534 3890

Gsm: 822 3890

 

Sigga Dóra Matthíasdóttir

siggadoraslmsmart@gmail.com

Sími:  692 3062

komið áfram