Um okkur

 

Surprize ferðir var stofnað árið 2006.  Fram að þessu hefur fókus fyrirtækisins verið á fyrirtækjamarkaðinn, þ.e. aðstoða fyrirtæki við að skipuleggja fundi, ráðstefnur og hvataferðir um allan heim.  Við höfum unnið með mörgum helstu fyrirtækjum í landinu að skipulagningu funda og ráðstefna í Barcelona, London, Cape Town, Róm, Melbourne, Sydney, Boston á Indlandi svo eitthvað sé nefnt.

Við höfum einnig unnið með hópa sem eru að koma til Íslands með fundi og hvataferðir.  

 

 

Nú nýlega höfum við ákveðið að nýta þá reynslu og þekkingu sem við höfum í að skipuleggja skemmtilegar ævintýraferðir á framandi slóðir.  Allar ferðir munu vera með heilsusamlegu ívafi, með skemmtilegri hreyfingu og hreint og gott mataræði

 

Harpa Einarsdóttir,

Eigandi og framkvæmdastjóri

 

Harpa hefur unnið við ferðaþjónustu frá árinu 1989 þegar hún hóf störf sem fjármálastjóri á Holiday Inn hótelinu sem þá var starfrækt undir því nafni á þeim tíma en er nú Grand Hótel Reykjavík.  Eftir 3 ár á Holiday Inn fór Harpa á Egilsstaði og starfaði þar sem hótelstjóri á Hótel Valaskjálf.  Við tók hlé á störfum í 2 ár þar sem Harpa fluttist til Danmerku og tók þar mastergráðu í Alþjóða sölu-og markaðsmálum við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.  Þegar heim kom hóf Harpa störf sem markaðsstjóri fyrir Navision Software, en ferðabransinn heillaði og stoppaði hún því stutt við í þessu og tók við stöðu Sölu og markaðsstjóri við Radisson SAS hótelin (Hótel Saga og Hótel Ísland).  

 

Árið 2002 ákvað Harpa að hefja eigin rekstur og gerðist samstarfsaðili HelmsBriscoe sem er í dag stærsta fyrirtæki sinnar tegundar.  HelmsBriscoe er “venue finding company” sem mætti þýða sem hótelmiðlari.  Harpa starfar enn með HelmsBriscoe jafnframt því að reka Surprize ferðir.

 

Árið 2014 lagði Harpa stund á nám við Institute of Integrative Nutrition og er því með diploma sem Heilsumarkþjálfi.  

 

Kveðja

Harpa Einarsdottir


General Manager/Owner

Harpa Einarsdóttir

Sími:
534 3890

Netfang:
harpa@surprizetravel.is

© 2015 Kickit.is